Skilmálar

Viðskiptaskilmálar

Almennt
Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur vöru og stærð, setur í körfu og velur greiðslufyrirkomulag. Síðan er pöntunin afgreidd. Í kjölfar greiðslu færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur. Sé vara uppseld verður haft samband við þig við fyrsta hentugleika og þér boðin önnur vara eða endurgreiðsla. Við áskiljum okkur rétt rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er rangt verðmerkt eða uppseld, og til að breyta verðum og vöruframboði. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Upplýsingar um seljanda
Flash ehf., kt. 471008-0870. Netfang flash@islandia.is.

Verð
Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.

Greiðslumöguleikar
Boðið er upp á að greiða með greiðslukortum frá Visa, Amex, Mastarcard og fara greiðslur í gegnum Borgun. Einnig er hægt að millifæra í banka.

Sending vöru
Allar vörur hjá okkur eru afgreiddar samdægurs ef pöntun berst fyrir kl. 14:00 virka daga. Ef pantað er eftir þann tíma, um helgi eða á hátíðardegi er pöntunin afgreidd næsta virka dag.

Vörur eru sendar með Póstinum. Sending á pósthús eða heim að dyrum er frí og varan er send innanlands. Ef senda á vöruna erlendis þá greiðir kaupandi sendingarkostnað. Tollafgreiðsla vörunnar erlendis er á ábyrgð kaupanda.

Skil eða skipti á vöru
Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga frá því samningur kemst á til að hætta við kaupin á ógallaðri vöru að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, varan sé heil, í upprunalegum umbúðum, verðmiðar áfastir og neðangreindar upplýsingar séu sendar á netfangið flash@islandia.is :

  1. Nafn.
  2. Heimilisfang svo varan skili sér rétt.
  3. Netfang og sími.
  4. Greiðslukvittun sem fylgdi upphaflegum kaupum.
  5. Ástæða fyrir skilum.
  6. Ósk um endurgreiðslu/aðra vöru.
  7. Ósk um sendingarmáta(ef við á).
  8. Ef greitt var með netgíró þarf að taka það fram; senda kennitölu og einnig kröfunúmer er nauðsyn svo hægt sé að bakfæra.

Sé nánari upplýsinga þörf mun seljandi hafa samband við kaupanda.

Skil jólagjafa er til 31.desember.

Varan er endurgreidd að fullu við fyrsta tækifæri og alltaf innan 14 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Vilji kaupandi skipta vörunni í aðra vöru sem er til á lager er jafnframt hægt að óska eftir nýrri sendingu. Kostnaður við endursendingu og nýja sendingu vöru vegna skipta á ógallaðri vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar. Ef viðskiptavinur endursendir og skilar vöru án þess að greiða fyrir sendingarkostnaðinn verður hann dreginn frá keyptri upphæð.

Skilyrði er að skrá pakkann svo hann týnist ekki hjá Póstinum. Ef pakki týnist sem sendur var til baka þá er það á ábyrgð kaupanda. 

Ekki er hægt að skila eða skipta vörum sem keyptar eru á útsölu/afslætti/outlet.

Um rétt kaupanda við skila að öðru leyti og rétt hans til skila á gallaðri vöru fer eftir lögum um neytendasamninga nr. 16/2016, lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000 og eftir atvikum lögum nr. 48/2003 um neytendakaup.

Eignarréttarfyrirvari
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Trúnaður
Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð persónuupplýsinga við viðskiptin fer samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Lagaákvæði
Um skilmála þessa gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016, lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og lög um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt.

Ágreiningur
Rísi ágreiningur um viðskiptin sem verður ekki leystur með öðrum hætti en aðkomu dómstóla skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér
Þegar þú pantar vöru í vefverslun Flash söfnum við einungis upplýsingum sem þú skráir, eins og nafn þitt, netfang, heimilisfang og síma. Með því að panta vöru og skrá upplýsingar þá heimilarðu slíka söfnun upplýsinga. Sama gildir ef þú skráir þig sem viðskiptavin.

Upplýsingar um kreditkortið þitt eru aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Borgun geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.

Fyrir frekari upplýsingar um öryggi greiðslu þinnar, vísum við á heimasíðu Borgunar.

Hvað með vafrakökur (cookies)?
"Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Flash notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn.

Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar, þar á meðal verslunarkerfið.

Með því að nota vefsíðu Flash samþykkir þú notkun á vafrakökum.

Nánari upplýsingar
Ef þú þarft nánari upplýsingar eða vilt koma að ábendingum eða kvörtunum, sendu okkur þá fyrirspurn á flash@islandia.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er. 

Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2020.